Ríkisstjórnin dregur lappirnar í kjaramálum aldraðra

Núverandi ríkisstjórn hagar sér nákvæmlega   eins og fyrri ríkisstjórn,með Framsókn innan borðs.Hún reynir að draga aðgerðir í kjaramálum aldraðra eins lengi og hún mögulega getur.Hún reynir að gera eins lítið í þessum málaflokki og hún frekast getur. Eða með öðrum orðum: Ríkisstjórnin dregur lappirnar í kjaramálum aldraðra.Ástandið í þessum efnum hefur ekkert lagast þó Samfylkingin hafi tekið sæti Framsóknar í ríkisstjórninni.Ástandið er alveg eins.Núverandi ráðherrar tala meira um að þeir ætli að gera eitthvað. En þeir gera ekkert.

Nú er mikið talað um að afnema eigi skerðingu bóta vegna tekna maka.Hæstiréttur hafði úrskurðað,að það væri brot á stjórnarskránni að skerða bætur öryrkja vegn tekna maka og það var talið að hið sama gilti um aldraða. Fyrri ríkisstjórn lofaði,að þessi breyting tæki gildi um síðustu áramót. En  það gerðist ekki. Nú á  sú breyting að taka gildi 1.apríl. Þetta er góð breyting og mannréttindi. En það er engin ástæða að þakka núverandi ríkisstjórn breytingu ,sem Hæstiréttur hafði ákveðið og lofað var að kæmi til framkvæmda um siðuastu áramót.Frekar ber að átelja stjórnvöld fyrir að tefja framkvæmdina.

Ekkert gerist í aðalmálinu: Hækkun lífeyris aldraðra. Þar er alltaf sagt,að málið sé í nefnd og í athugun og undirbúningi.Þetta er gamalkunnug aðferð,þegar þarf að tefja mál.En í þessu máli þurfti  enga nefnd. Það var búið að athuga málið í botn. Öllum athugunum var lokið. Málið var fullrannsakað um leið og ríkisstjórnin kom til valda. Það var komið að framkvæmdum. Það er mikið hreinlegra fyrir ríkisstjórnina að segja á hverju raunverulega stendur. Eru það peningamálin eða vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki bæta kjör aldraðra. Heyrst hefur,að sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins telji eldri borgara hafa það svo gott,að þeir þurfi engar kjarabætur. Þeir eigi svo miklar eignir.Þeir mundu ef til vill vilja reyna að lifa af rúmlega 100 þús. á mánuði.En 10 þús.eldri borgarar hafa þá upphæð til ráðstöfunar mánaðarlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.visir.is/article/20080302/SKODANIR04/80301066

 

Eftir að ég las þessa grein,þá skammast ég mín. Þessar konur og  menn hljóta að eiga betra skilið. Við,afkomendur þessa fólks, erum svo upptekin af öðru; t.d. ávöxtunarkröfum,bankalánum,vöxtum,bílum,barnapössun...og jafnvel Britney Spears,að við gefum dauðann og djöfulinn í þá,sem þurfa leiðréttingu mála sinna að halda. Ömmur okkar og langömmur og mömmur sumra okkar njóta engra réttinda af því að tími þeirra fór í að ala upp börn og koma þeim til mennta. Þegar börnin svo uxu úr grasi,þá settu þau reglur og lög...sjálfum sér í hag,en gleymdu þeim sem gerðu þeim kleift að verða að manni.

Við skulum endilega bora göt í fjöll og hafsbotna-byggja hallir og stórhýsi.Eyða nokkrum milljörðum í rándýr sjúkrahús,sem enginn fæst til að vinna í,vegna þess að launin duga ekki fyrir trosinu úr Bónus. 

Við skulum passa okkur á því að viðhalda aðskilnaði fjölskyldunnar -frá dagmömmutímabilinu til elliheimilisins.

Við skulum eiga kökuna og éta hana líka.

Er þetta bláfátæka gamla fólk hvort eð er ekki kurteist og fer að deyja?

Við erum mannleysur.

Sæll,Björgvin.....

Þessa hugleiðingu skrifaði  ég um daginn eftir að hafa lesið greinina um fólkið á milli "kerfa". Þú hnykkir bara á því sem ég hef verið að hugsa um síðan

Þakka þér fyrir. 

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband