°10% þeirra elstu hafa engar lífeyrissjóðstekjur

 

Sigríður Lilly,forstjóri Tryggingastofnunar, flutti erindi í málstofu BSRB 29.feb. sl. Hún sagði m.a: Um 10% fólks í elstu aldurshópunum hafa engar lífeyrissjóðstekjur og jafnframt eru yfir 60% þeirra sem eru eldri en 85 ára með innan við 50 þúsund krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Einnig kom fram að um 30% fólks í aldurshópnum 65-69 ára hafa engar lífeyrissjóðstekjur. „Við verðum að átta okkur á þessu þegar við skoðum samspil þessara kerfa,almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfa. Við verðum að tryggja þeim lífsafkomu sem engar tekjur hafa,“ sagði Sigríður Lillý.

Bæta má því við,að enda þótt margir  hafi lítinn lífeyri er samt talin ástæða til þess að skerða tryggingabætur vegna þessa lífeyris. Menn missa tekjutrygginguna vegna lífeyrissjóðstekna. Þessu þarf öllu að breyta,ekki síðar heldur strax.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll aftur,Björgvin...

Einmitt!!Þetta eru svo ótrúlegar tölur, að maður áttar sig ekki á þessu.Hvað eru þeir að hugsa,sem stýra þessum málum? Hvar liggur vandinn? Það er til nóg af peningum - málið er það að þeir sem ráða vilja notað þá í annað.

Hafðu það sem best í dag.

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband