Fimmtudagur, 13. mars 2008
Þingið farið í frí!
Þinghald alþingis hefur verið hálf skrykkjótt undanfarið. Þingfundir hafa hvað eftir annað verið felldir niður og í gær var tilkynnt,að alþingi væri farið í páskafrí!. Páskadagur er þó ekki fyrr en 23.þ.m.Hvað er að gerast? Mega þingmenn ekki vera að því að sinna löggjafarstörfum? Þurfa þeir allataf að vera í fríi? Geta þeir ekki unnið eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins.Ég tel,að það sé löngu úrelt að alþingi taki sér löng frí á þeim forsendum,að þingmenn þurfi að sinna kjördæmum sínum. Þetta átti rétt á sér á meðan samgöngur voru erfiðar og fjarskiptatækni ekki eins fullkomin og nú er. En í dag er engin þörf á þessum stöðugu fríum.Þingið á að sitja að störfum allt árið og vinnutíminn þar að vera eins og hjá öðrum þegnum þjóðfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Athugasemdir
Einhverju sinni var rætt um það að þegar ríkisstjórninni hentaði betur, þá væri betra að hafa Alþingi til hliðar ef stórar ákvarðanir lágu í loftinu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.