Fimmtudagur, 13. mars 2008
Geir Haarde reynir að bæta ímynd Íslands
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í New York í dag, að íslenska hagkerfið væri þróað, sterkt og sveigjanlegt og bæri ýmis einkenni sem hlytu að vera öfundarefni annarra vestrænna ríkja, svo sem hagstæða aldursskiptingu þjóðarinnar, öflugt lífeyriskerfi sem hefði nýst vel í útrás íslenskra fyrirtækja og sterka stöðu ríkissjóðs sem væri nánast skuldlaus. Hann skýrði þær umbreytingar,sem orðið hefðu á íslenskum efnahagsmálum.
Geir Haarde átti viðtal við marga fjölmiðla um Ísland. Tilangurinn var að reyna að bæta ímynd Íslands sem verri staða bankanna hefur haft slæm áhrif á.Rangfærslur í erlendum blöðum um Ísland hefur skaddað ímynd Íslands.Eftir er að sjá hvern árangur ferð Geirs og bankamanna ber.
Björgvin Guðmundsson
Grundvöllur lagður að frekari velmegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.