Föstudagur, 14. mars 2008
Sundabraut þarf forgang
Það sem er mjög brýnt er að ríkisstjórnin taki af skarið um það að Sundabraut sé forgangsmál og að hún verði lögð í göngum, segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, en í gær var tilkynnt að ráðist yrði í bæði tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð Vaðlaheiðarganga á undan Sundabraut. Hann segir að það sem tefji lagningu Sundarbrautar sé dauðahald Vegagerðarinnar í hina svonefndu innri leið. Borgarstjórn hefur tekið af skarið um að Sundabraut ætti að vera í göngum. Það væri því hægt að stytta biðina eftir Sundabraut um marga mánuði með því að taka af skarið um leiðarvalið og ýta innri leiðinni út af borðinu.
Sundabraut er mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga og raunar landsmenn alla,þar eð ný braut út úr Reykjavík mundi auka umferðaröryggi mikið og greiða fyrir umferðinni,sem nú er orðin mjög erfið.Ég tek því undir orð Dags B.eggertssonar.
Björgvin Guðmundsson
Hægt að stytta bið eftir Sundabraut" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er hægt að spara mikla fjármuni með því að byrja á því að leggja einföld göng og klára strax leiðin frá Reykjavík út á Kjalarnes. Við það er hægt að stytta leiðina norður frá miðbæ Reykjavíkur um ca. 10 Km.
Betri dreifing fæst á umferðina og ný tækifæri skapast í uppbyggingu á íbúðarbyggð við Sundin Blá.
Þann 8/11 kom ég með eftirfarandi tillögur á bloggið hjá mér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/
Jarðgöng um Viðey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þann 4/12 var svo aftur bent á sömu tillögur um jarðgöng yfir Sundin blá
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/
Einfaldari og ódýrari göng er málið sem síðan er auðvelt að stækka með aukinni umferð.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.