Föstudagur, 14. mars 2008
Dæmd til að greiða kennara tæpar 10 millj. fyrir að skella hurð á höfuð hans
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.
Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.
Þetta er þungur dómur. Hann sýnir,að það getur verið dýrt spaug fyrir skólanemendur að ná sér niðri á kennurunum.Enda þótt umræddur nemandi hafi verið með aspergerheilkenni er talið,að hann hafi vitað muninn á réttu og röngu og því hafi hann vitað hvað hann var að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Björgvin Guðmundsson
,
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi dómur sýnir að hvorki verjandi né sækjandi né dómarar hafa nokkurn skilning á fötlunum á einhverfurófinu. Af hverju var ekki kallaður til geðlæknir eða sálfræðingur með þekkingu á einhverfu og skyldum fötlunum ? Samkvæmt dómnum þá var stuðst við bækling um asperger heilkenni til að meta það hvort að barnið var fært um að greina á milli rétts og rangs.
Barn með fötlun á einhverfurófinu þolir illa þær aðstæður sem voru uppi þennan dag í skólastofunni. Það átti að fara að kynna verkefni sem bekkurinn hafði unnið og stofan full af foreldrum og nemendum. Stúlkan var að auki með þunglyndi og kvíða og því alls ekki óeðlilegt að barnið hafi flúið aðstæður inn í skápinn. Hugsanlega hefur vanlíðan verið til staðar af því börn með Asperger heilkenni eru oft með miklar skyntruflanir og hávaði og óreiða fara mjög illa í þau.
Þegar kennarinn kemur svo að sækja hana þá eru fyrstu viðbrögð hennar að skella hurðinni fast aftur svo hún þurfi ekki að fara aftur í þær aðstæður sem valda henni vanlíðan og óöryggi.
Hvernig er hægt að segja að barn með Asperger heilkenni, þunglyndi og kvíða "hafi vitað muninn á réttu og röngu og því hafi hann vitað hvað hann var að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið" Við svona aðstæður er alls ekki víst að barnið hafi vitað hvað það var að gera, það hefur líklega bara stjórnast af því að forða sér úr aðstæðum sem eru sársaukafullar fyrir það vegna fötlunar sinnar.
Ég vona að þessu máli verði áfrýjað til hæstaréttar og að móðir barnsins fái betri verjanda sem hefur vit á að kalla fram sérfræðinga á sviði einhverfu sem geta lýst því hvernig börn á einhverfurófinu bregðast við í svona aðstæðum.
Móðir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.