Föstudagur, 14. mars 2008
12 mánaða verðbólga 8,5%
Greiningardeild Landsbankans spáir því, að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar og hefur ekki mælst jafn mikil frá því í ágúst 2006.
Ef þetta gengur eftir verður mikið verðbólguskot í mars og ljóst,að Seðlabankinn hefur endanlega tapað stríðinu við verðbólguna.Gengi krónunnar hefur fallið um 17% frá áramótum og er enn að falla. Það þýðir hækkanír á öllum innfluttum vörum.Ekki er að búast við að Seðlabankinn byrji vaxtalækkunarferli undir þessum kringumstæðum. Ef verðbólga verður mikil eru kjarasamningar í hættu.
Björgvin Guðmundsson
Spáir mikilli verðbólgu í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Athugasemdir
er 2002 að endurtaka sig eða er þetta verra?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.