Laugardagur, 15. mars 2008
Mikil hækkun matvæla frá febrúar 2007
Verð á matvælum hækkaði umtalsvert á undanförnum mánuðum að því er fram kemur í nýju mati hagfræðings ASÍ. Skv. vísitölu neysluverðs lækkaði verð á liðnum matur og drykkjarvörur um 1,5% frá febrúar 2007 til febrúar á þessu ári.
Ef áhrifin af lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars 2007 eru dregin frá kemur í ljós að matur og drykkjarvörur hefur hækkað um 6,4% á tímabilinu. Ef áhrif af lækkun á vörugjöldum og tollum eru einnig reiknuð frá má ætla að matvæli hafi hækkað um 7-8% á þessu tímabili. Þetta eru verðhækkanir sem rekja má til breytinga á innkaupsverði og/eða álagningar heildsala og smásala, segir í mati ASÍ.
Ísland skipar sér í flokk með þeim löndum V-Evrópu þar sem hækkanirnar hafa orðið hvað mestar síðastliðið ár. Gengisvísitalan var nánast sú sama í janúar 2007 og 2008, og því er ljóst að mati ASÍ að hækkanirnar á matvöruverði verða ekki skýrðar með veikari krónu og dýrari innflutningi af þeim sökum.
ASÍ hefur verulegar áhyggjur af veikingu krónunnar. Ef þetta ástand er komið til að vera getum við verið að horfa á verðlagið hækka meira en við áttum von á, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur.
Samkvæmt upplýsingum ASÍ stafa hækkanir matvæla af hækkun álagningar. Það virðist því ekki vera virk samkeppni í gangi heldur einhvers konar óformlegt verðsamráð. Það hækka allir verð matvæla jafnt.Ef þeir,sem versla með matvörur eru með einhvers konar verðsamráð verður samkeppniseftirlitið að grípa inn í.
Björgvin Guðmundsson
Matvæli hafa hækkað um 7 til 8% frá febrúar 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.