Var Magnúsi Péturssyni ítt út úr Landsspitalanum?

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, lætur af störfum þann 1. apríl nk. en hann hefur gegnt forstjórastarfinu frá því í ársbyrjun 1999. Munu Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, sameiginlega gegna starfi forstjóra spítalans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

.

Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir að nýr forstjóri verði ráðinn 1. september  en ráðuneytið mun auglýsa starfið. Magnús mun verða nýjum forstjóra spítalans innan handar eftir að hann hefur verið ráðinn.

Anna Stefánsdóttir hefur um árabil gegnt starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar og Björn Zoëga hefur leyst Jóhannes M. Gunnarsson af sem framkvæmdastjóri lækninga undanfarna mánuði. 

Það þykir mjög undanlegt,að Magnús Pétursson skuli hætta störfum með svo litlum fyrirvara sem raun ber vitni. Svo virðist sem hann hafi verið óánægður með nýja heilbrigðisráðherrann. Æðstu yfirmenn Landsspítalan hafa kvartað  yfir samskiptaleysi við heilbrigsðisráðherra. Er sagt,að þeir hafi gefist  upp vegna þess ástands og ákveðið  að hætta. Fréttablaðið  segir,að Magnús Pétursson hafi verið  látinn hætta. Það kemur í ljós fyrir haustið hvort Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra hafi látið Magnús Péturssin hætta til þess að koma einhverjum flokksgæðingi að. Víst er að Guðlaugur Þór vill auka einkavæðingu  á sjúkrahúsum ríkisins og vinnur hann að því  af fullum krafti að koma einkaaðilum að. Mun sú breyting eiga eftir að  valda sjúklingum miklum kostnaðarauka.Einkaaðilar munu velta öllum aukakostnaði yfir á sjúklinga.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Magnús Pétursson hættir sem forstjóri Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband