Ingibjörg Sólrún til Afganistan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,fer til Afganistan á morgun og verður fram á fimmtudag., Hún sýnir mikið  hugrekki með því að fara  til þessa hættilega lands,þar sem stöðugt eru átök í gangi. En hvers vegna fer hún? Hún segist vilja kynna sér ástandið af eigin raun. Það er góðra gjalda vert. En ég tel,að Ísland eigi að draga sig út úr stríðinu  í Afganistan. Við höfum ekkert að gera þar sem styrjöld er í gangi. Við erum vopnlaus þjóð,höfum engan her og ætlum ekki að stofna hann. Þó NATO  sé með lið í Afganistan breytir það engu fyrir okkur. Við tókum það fram við inngöngu NATO,að við værum herlaus  þjóð og ætluðum að vera það. Við eigum að aðstoða við uppbyggingu hjá þjóðum,þar sem hernaðarátök eru ekki í gangi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband