Áhyggjur af efnahagsmálum og heilbrigðiskerfinu

Rætt var um efnahagsmálin,verðbólguna  og ESB í þætti RÚV  Í vikulokin  í morgun. Þátttakendur voru Steingrímur J VG,Ásta Möller S og Gísli Tryggvason umboðsmaður neytenda. Menn voru sammmála um að þróun efnhagsmála væri alvarleg,  blikur á lofti. Steingrímur J. var harðorður um efnahagsmálin og sagði ríkisstjórnina ekkert gera. Fram kom í þættinum,að verðbólgan væri að stóraukast  og gengið hríðfallandi. Menn töldu aðild að ESB ekki lausn á efnahagsvandanum,m.a. vegna þess að það tæki langan tíma að fá aðild. Gísli Tryggvason taldi að vísu að ekki tæki nema 2 ár að fá aðild en Steingrímur J. taldi það taka mikið lengri  tíma. Hann taldi nær að taka upp samstarf við Noreg  ( norsku krónuna) en ESB v. evru,ef krónan væri talin ónýt.Rætt var einnig um heilbrigðismálin og ráðagerðir heilbrigðisráðherra um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.Skiptar skoðanir voru um þær ráðagerðir.Steingrímur J. gagnrýndi þessar ráðagerðir harðlega.Hann  sagði,að það vantaði 700 milljónir til þess að unnt væri að reka Landspítalann sómasamlega.Ásta Möller sagði,að ekki hefðu verið gerðar neinar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár.T.d. vantaði að gera fleiri samninga við einkaaðila um verkefni í heilbrigðiskerfinu.Steingrímur J. sagði,aðheilbrigðisráðherra hefði vikið sér undan að ræða einkarekstursáform sín a alþingi undanfarið.Steingrímur J. sagði,að VG ætlaði ekki að horfa aðgerðarlaus á  heilbrigðisráðherra rústa heilbrigðiskerfið´

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband