Sjálfstæðisflokkurinn ræður of miklu í stjórnarsamstarfinu

Svo á að  heita,að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisfl. sé á jafnræðisgrundvelli. Flokkarnir hafa hvor um sig jafnmarga ráðherra.En Sjálfstæðisflokkurinn ræður greinilega  meiru í ríkisstjórninni en Samfylkingin.Þannig fer  Sjálfstæðið öllu sínu fram í heilbrigðismálum eins og þeir séu einir í stjórn. En Samfylkingin kemur ekki öllu  sínu fram í  lífeyrismálum aldraðra og öyrkja.Sjálfstæðið heldur um  fjármálin og stöðvar nauðsynlegar umbætur eins og að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur aldraðra og að hækka lífeyri aldraðra frá TR.Það hefur greinlega mátt heyra það á Jóhönnu Sigurðard. að það strandar á  Sjálfstæðinu að gera frekari umbætur í málefnum aldraðra. Þetta er óþolandi. Ef  Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stöðva umbætur þær,sem Samfylkingin lofaði í kosningunum og heyra nú undir ráðherra Samfylkingarinnar, þá endist stjórnin ekki lengi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband