Borgarstjóri gerir ekkert í REI málinu!

Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur segir ekkert bóla á aðgerðum borgarstjóra til að koma hugmyndum stýrihóps um REI-málið í framkvæmd. Hún undrast aðgerðarleysið í málinu.

Þverpólitískur stýrihópur um REI-málið skilaði skýrslu til borgarráðs 7. febrúar og voru þar lagðar fram ýmsar tillögur til að draga lærdóm af málinu. Á borgarráðsfundinum var Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra falið að hrinda þessum tillögum í framkvæmd borgarinnar megin.

Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn og   borgarstjóri ætla ekkert að framkvæma af tillögum REI stýrihópsins.Svo virðist sem  starf Sjálfstæðisflokksins í stýrihópnum hafi aðeins verið til málamynda. Og raunar má segja það sama um aðgerðir  6 menninganna,þegar þeir gagnrýndu ýmislegt í REI málinu og kærðu Vilhjálm til Geirs Haarde. Þeir voru aðeins að reyna að koma höggi á Vilhjálm en höfðu engan raunverulegan áhuga á neinu í  REI málinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvernig getur Borgarstjóri gert eitthvað í máli sem hann skilur ekki? Líttu á ENRO málið í USA og þá færðu nákvæma lýsingu á "aðferðafræðinni" sem lág á bakvið! Þetta er lögreglumál eins og fleiri mál í sviðuðum dúr á Íslandi, en fólk í valdastöðum annaðhvort trúa því ekki eða eru að hjálpa til við að þeigja í hel þetta mál eins og svo mörg önnur á Íslandi..þú setur hvort eð er aldrei mínar færslur á síðuna þína, en þessari máttu sleppa.

Það sem ég veit um upphaf þessa máls er alveg nóg til að lenda dauður út í Hafnarfjarðarhrauni...svo ég treysi því að þú strikir þessa færslu út alveg sérstaklega..þetta er svoleiðis fólk og gengur um í Armani fötum, kallaðir "virtir menn" í þjóðfélaginu..

Óskar Arnórsson, 15.3.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband