Laugardagur, 15. mars 2008
Erlendar skuldir þjóðarinnar 7138 milljarðar.Seðlabankinn lokaði augunum
Samkvæmt hagtölum Seðlabankans nema heildarskuldir þjóðarinnar erlendis 7138,3 milljörðum króna,miðað við síðustu áramót. Árið áður námu þær 5207,2 milljörðum.Hið opinbera skuldar aðeins 243,5 milljónir.En bankar og aðrar innlánsstofnanir skulda 5997,6 milljarða,miðað við 4262,8 milljarða árið áður. Samkvæmt þessum tölum er ljóst,að bankarnir hafa farið mjög óvarlega á síðasta ári með því að auka svo mjög erlendar skuldir sínar. Heita má,að nú hafi verið skrúfað fyrir bankana erlendis varðandi auknar lántökur. Þeir geta fengið lán en á mikið verri kjörum en áður.
Seðlabankinn á að hafa eftirlit með bönkunum og hann hefði getað sett bönkunum skorður varðandi lántökur erlendis.En hann kaus að loka augunum og gera ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.