Sunnudagur, 16. mars 2008
Mbl. ofmetur yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar um ESB
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun á fundi í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum, að í þingkosningum á Íslandi að þremur árum liðnum yrði kosið um það, hvort Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu.
Þannig hefst Reykjavíkurbréf Mbl. í dag.Út af þessu leggur Mbl. síðan í öllu bréfinu.Blaðið segir,að ef Samfylkingin ætli að gera aðild að ESB að kosningamáli næst muni flokkurinn þurfa að hefja undirbúning þess nokkru áður og það muni valda spennu í stjórnarsamstarfinu.Blaðið segir,að allir aðrir stjórnmálaflokkar séu andvígir aðild að ESB. Samfylkingin muni því mála sig út í horn með þessari afstöðu sinni.Ef flokkurinn haldi fast við hana hljóti það að þýða,að ekki verði framhald á stjórnarsamvinnu flokkanna eftir næstu kosningar,Síðan bollaleggur blaðið um aðra stjórnarmyndunarkosti og eins og oft áður verður blaðinu tamt að tala um VG sem stjórnarflokk með Sjalfstæðisflokknum.Ritstjóri Mbl. var andvígur því eftit síðustu kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn með Samfylkingunnni og hefði heldur viljað stjórn með VG.
Ég tel,að Mbl. ofmeti yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar í Kaupmannahöfn. Hún var fremur að spá fyrir um hvað yrði kosið um næst en að segja,að Samfylkingin ætlaði að setja ESB á dagskrá.Það er mikill áhugi á ESB erlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru mikið spurðir um afstöðuna til ESB.Umræða hefur verið mikil um málið hér að undanförnu og því ekki ólíklegt,að það verði eitt af þeim málum sem kosið verði um næst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.