Ágreiningur um stefnu og starfshætti Landspítalans

Menn greinir enn á um það, hvort skynsamlegt hafi verið að sameina Landspítala og Borgarspítala.Sá sem átti stærsta þáttinn í því að gera þá sameiningu að verulega var Magnús Pétursson forstjóri Landdspítalans,sem nú hefur af heilbrigðisráðherra  verið látinn hætta.Allir eru sammála um að starf hans við sameiningu spítalanna hafi verið mjög gott og flestir telja í dag,að rétt spor hafi verið stigið  með sameiningunni

Flestir telja,að ágreiningur við ráðherra um stefnu og starfshætti spítalans sé aðalástæðan fyrir bottför Magnúsar úr starfi.Þar mun spurningin um einkarekstur vega þungt. Það er trúaratriði hjá heilbrigðisráðherra,að einkarekstur eigi að vera sem mestur í heilbrigðiskerfinu og fá eigi einkaaðilum,sem flest verkefni sem nú eru unnin  inni á Landsspítala.Formaður heilbrigðisnefndar alþingis,Ásta Möller,hvetur ráðherra óspart í því efni. Hún hvetur og hjálpar fólki í heilbrigðiskerfinu til þess að stofna lítil fyrirtæki um verkefni,sem nú eru unnin á Landsspítala.

Landspítalinn bauð út starfsemi fyrir aldraðra á Landakoti. Tvö tilboð bárust og sýndu þau mikið  meiri kostnað en  þann,sem greiddur hafði verið fyrir þessa starfsemi áður. Þetta er dæmigert. Einkaaðilar ætla sér að græða á þeirri starfsemi,sem ríkið rekur í dag. Þeir vilja fá meira fyriir þessa

starfsemi en greitt hefur verið fyrir hana áður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband