Útgáfa Mynd var ævintýri

Mynd var minn stóri draumur," segir Hilmar A. Kristjánsson, þegar hann fjallar um útgáfustarfsemi sína í samtali við Freystein Jóhannsson í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Dagblaðið Mynd kom aðeins út í 28 daga sumarið ’62, þá skall á prentaraverkfall og Mynd kom ekki út aftur þegar því lauk. Fyrirmyndina sótti Hilmar til Bild Zeitung í Þýzkalandi. Mynd var fjórar síður í breiðsíðubroti með átta dálkum.

Í samtalinu lýsir Hilmar aðdragandanum að útgáfu Myndar, samstarfinu við Bild Zeitung og því stutta stríði sem blaðinu fylgdi. Hann segir Mynd hafa verið „óháð dagblað – ofar flokkum". „Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt ævintýri. Það var svo mikill spenningur í kringum þetta allt," segir Hilmar.

Mér er mjög minnisstætt,þegar Mynd kom út. Ég var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og góðvinur minn,Björn heitinn Jóhannsson,fór til starfa á Mynd en hann hafði verið starfandi á Alþýðublaðinu.

Ég fylgdist því vel með þessu ævintýri í blaðaheiminum. Björn gaf mér reglulega skýrslu. Það var mikil synd,að Mynd skyldi aðeins koma út í skamman tíma vegna prentaraverkfalls en í útgáfu blaðsins voru vissulega farnar nýjar og skemmtilegar leiðir.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Gaf út dagblað í 28 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband