Sunnudagur, 16. mars 2008
Útgáfa Mynd var ævintýri
Dagblaðið Mynd kom aðeins út í 28 daga sumarið 62, þá skall á prentaraverkfall og Mynd kom ekki út aftur þegar því lauk. Fyrirmyndina sótti Hilmar til Bild Zeitung í Þýzkalandi. Mynd var fjórar síður í breiðsíðubroti með átta dálkum.
Í samtalinu lýsir Hilmar aðdragandanum að útgáfu Myndar, samstarfinu við Bild Zeitung og því stutta stríði sem blaðinu fylgdi. Hann segir Mynd hafa verið óháð dagblað ofar flokkum". Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt ævintýri. Það var svo mikill spenningur í kringum þetta allt," segir Hilmar.
Mér er mjög minnisstætt,þegar Mynd kom út. Ég var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og góðvinur minn,Björn heitinn Jóhannsson,fór til starfa á Mynd en hann hafði verið starfandi á Alþýðublaðinu.
Ég fylgdist því vel með þessu ævintýri í blaðaheiminum. Björn gaf mér reglulega skýrslu. Það var mikil synd,að Mynd skyldi aðeins koma út í skamman tíma vegna prentaraverkfalls en í útgáfu blaðsins voru vissulega farnar nýjar og skemmtilegar leiðir.
Björgvin Guðmundsson
Gaf út dagblað í 28 daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.