Framlög til heilbrigðismála sambærileg hér og erlendis

Þetta virkar eins og þingflokkurinn sé ekki í miklu jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um ályktun þingflokks Vinstri-grænna um stöðu heilbrigðiskerfisins.

Hann segir virtar erlendar stofnanir á borð við OECD hafa tekið út fjárframlög til heilbrigðismála hérlendis og segja þær fjárframlög til málaflokksins með því allra hæsta sem gerist og lögðu til að fundnar yrðu leiðir til þess að nýta enn betur þá fjármuni sem lagðir eru í þetta á næstu árum og áratugum.

Inni í tölum til heilbrigðismála hér eru tölur um framlög til hjúkrunarheimila aldraðra.Slíkar tölur eru ekki inni  tölum yfir framlög til heilbrigðismála erlendis.Þegar framlög til hjúkrunarheimila hafa verið dregnar frá eru framlög til heilbirgðismála mjög sambærilegar hér og erlendis.Auk þess er það ekki málefni OECD hvað Ísland vill eyða miklu til heilbrigðismála.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband