Mánudagur, 17. mars 2008
Góð grein Björns Inga Hrafnssonar
Björn Ingi Hrafnsson birtir góða grein ( blogg) á eyjan.is í gær. Fjallar greinin um Reykjavíkurbréf Mbl. á sunnudag,sem sennilega er skrifað af Styrmi Gunnarssyni.Björn Ingi fjallar m.a. um þá kenningu Styrmis,að Samfylkingin muni einangra sig í íslenskum stjórnmálum með því að ætla að setja ESB á dagskrá næstu þingkosninga.Björn Ingi kveðst ekki sammmála því. Hann telur,að Samfylkingin geti átt mikil sóknarfæri,ef hún ein berst fyrir aðild að ESB í næstu þingkosningum,þar eð þá eigi stuðningsmenn aðildar að ESB í öllum flokkum ekki annan valkost en að kjósa Samfylkinguna.Ég tel,að Björn Ingi hafi hér mikið til síns máls.
Björn Bjarnaon gengur svo langt í viðtali við Sigmund Erni í Mannamáli að segja,að ESB málið gæti klofið Sjálfstæðisflokkinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.