Mánudagur, 17. mars 2008
Björn: Sjálfstæðisflokkurinn gæti klofnað um ESB
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef kæmi til umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Málið gangi þvert á alla flokka og þjóðin myndi skiptast í fylkingar. Þetta sagði ráðherra í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í Mannamáli í kvöld. Björn segir gallann á umræðunni um ESB vera þann að vegvísi vanti eins og notast sé við þegar leysa eigi alþjóðadeilur.
Ég tel Björn kveða of sterkt að orði. Vissulega er ESB málið hættulegt Sjálfstæðisflokknum. En flokkurinn verður að takast á við það. Það getur kvarnast úr flokknum en hann klofnar ekki. Menn eru það hollir forustunni í þeim flokki. Björn Bjarnason er að hræða menn með þessari yfirlýsingu.
Björgvin Guðmundsson
´
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mætti kannski segja alla söguna, en Björn sagðist þó telja líklegra að Samfylkingin klofnaði en Sjálfstæðisflokkurinn. Þess utan hefur svo sannarlega verið tekizt á um Evrópumálin innan Sjálfstæðisflokksins, ég ætti að vita það þar sem ég hef tekið virkan þátt í því og ekki sízt á landsfundum flokksins. Stuðningsmenn aðildar eru þó einfaldlega í miklum minnihluta innan hans sé miðað við reynsluna af landsfundunum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.