Nógir peningar til hjá hinu opinbera

Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 67 milljarða króna í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta svarar til rúmlega fimm prósenta af landsframleiðslu og tæplega ellefu prósenta af tekjum hins opinbera. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 6,3 prósent af landsframleiðslu árið 2006 og tæp fimm prósent árið 2005.

Þessi hagstæða tekjuafkoma stafar fyrst og fremst af miklum tekjuafgangi ríkissjóðs, sem nam 4,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2007. Fjárhagur sveitarfélaganna hefur þó einnig snúist til betri vegar síðustu þrjú árin enda þótt hann sé afar misjafn að sögn Hagstofunnar. Hann nam sex milljörðum króna í fyrra eða sem nemur hálfu prósenti af landsframleiðslu. Til samanburðar var afgangurinn fjórir milljarðar árið 2006, eða 0,3 prósent af landsframleiðslu.

Tekjur hins opinbera reyndust 617,5 milljarðar króna í fyrra . Sem hlutfall af landsframleiðslu námu þær 48,3 prósentum og hafa ekki verið hærri áður. 

Afkoma hins opinbera er það góð,að það ætti að vera unnt að hækka lífeyri aldraðra strax en  hann hefur ekkert verið  hækkaður frá því ríkisstjórnin kom til valda.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband