Lyf dýrust hér á landi

Smásöluverð á 33 veltuhæstu pakkningar á lyfjum sem Tryggingastofnun niðurgreiddi árið 2006 reyndist í 15 tilvikum hæst á Íslandi í mars samanborið við hin Norðurlöndin í nýrri verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar. Heildsöluverðið reyndist hins vegar einungis í tveimur tilvikum hæst á Íslandi.

Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf í Svíþjóð er 0%.

Smásöluverð á lyfjum reyndist í 23 tilvikum lægst í Noregi og aldrei hæst þar í landi. Í Danmörku var smásöluverð í 13 tilvikum hæst en í eitt skipti lægst þar í landi. Í tveimur tilvikum reyndist smásöluverðið vera lægst á Íslandi. Í Svíþjóð var smásöluverð í sjö tilvikum lægst en í 5 tilvikum hæst.

Heildsöluverð á lyfjapakkningunum var í fimm tilvikum lægst á Íslandi en í 21 tilviki lægst í Noregi. Þar var heildsöluverðið í eitt skipti hæst. Í Danmörku var heildsöluverðið hæst í 18 tilvikum en lægst í einu tilviki. Í Svíþjóð var heildsöluverðið lægst í 6 tilvikum en hæst í 11 tilvikum.

Það er óþolandi,að verð á lyfjum skuli vera svo mikið hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Það er alltaf verið að tala um að gera eigi eitthvað í málinu en það gerist ekki neitt,Það kemur sérstaklega illa við eldri borgara hvað lyf eru dýr hér,þeir nota mest af lyfjum og hafa úr litlu að spila.

Bj0rgvin Guðmundsson


mbl.is Smásöluverð á lyfjum oftast hæst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband