Mánudagur, 17. mars 2008
Lyf dýrust hér á landi
Smásöluverð á 33 veltuhæstu pakkningar á lyfjum sem Tryggingastofnun niðurgreiddi árið 2006 reyndist í 15 tilvikum hæst á Íslandi í mars samanborið við hin Norðurlöndin í nýrri verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar. Heildsöluverðið reyndist hins vegar einungis í tveimur tilvikum hæst á Íslandi.
Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf í Svíþjóð er 0%.
Smásöluverð á lyfjum reyndist í 23 tilvikum lægst í Noregi og aldrei hæst þar í landi. Í Danmörku var smásöluverð í 13 tilvikum hæst en í eitt skipti lægst þar í landi. Í tveimur tilvikum reyndist smásöluverðið vera lægst á Íslandi. Í Svíþjóð var smásöluverð í sjö tilvikum lægst en í 5 tilvikum hæst.
Heildsöluverð á lyfjapakkningunum var í fimm tilvikum lægst á Íslandi en í 21 tilviki lægst í Noregi. Þar var heildsöluverðið í eitt skipti hæst. Í Danmörku var heildsöluverðið hæst í 18 tilvikum en lægst í einu tilviki. Í Svíþjóð var heildsöluverðið lægst í 6 tilvikum en hæst í 11 tilvikum.
Það er óþolandi,að verð á lyfjum skuli vera svo mikið hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Það er alltaf verið að tala um að gera eigi eitthvað í málinu en það gerist ekki neitt,Það kemur sérstaklega illa við eldri borgara hvað lyf eru dýr hér,þeir nota mest af lyfjum og hafa úr litlu að spila.
Bj0rgvin Guðmundsson
Smásöluverð á lyfjum oftast hæst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.