Þriðjudagur, 18. mars 2008
Ríkisstjórnin grípur ekki i inn í vegna falls krónunnar
Björgvin G. Sigurðarson viðskiptaráðherra segir fall krónunnar gríðarlegt áhyggjuefni. Þessi þróun ýtir undir þá umræðu sem verið hefur í gangi um framtíðarskipulag peningamála hér á landi. Ég sé ekki fyrir mér að ríkisstjórnin grípi inn í málin á neinn hátt strax. Seðlabankinn hefur lögbundnu hlutverki að gegna í þessum málum og hann mun væntanlega grípa til þeirra aðgerða sem hann telur að gagnist í því skyni að koma á stöðugleika.
Björgvin segir að til umræðu sé innan ríkisstjórnarinnar að fara í aðgerðir til að draga úr högginu sem fall krónunnar og aukin verðbólga eru fyrir neytendur. Það verður hiklaust gert þar sem það á við. Til að mynda eru þegar farnar af stað viðræður í landbúnaðarráðuneytinu við búvöruframleiðendur vegna hækkunar á áburðarverði. Það verður farið yfir þessi mál.
Þess er að vænta,að ríkisstjórnin geri ráðstafanir til þess að draga úr verðhækkunum vegna gengislækkunar krónunnar,t.d. með því að koma í veg fyrir búvöruhækkanir. Einnig gæti ríkisstjórnin lækkað skatt á bensíni svo það lækki í verði. Það væri full þörf á því.
Björgvin Guðmundsson
Ríkisstjórnin grípur ekki inn í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.