Þriðjudagur, 18. mars 2008
Samkomulagið við LEB drýgra en yfirlýsingin 5.des.!
Árið 2006 náðist samkomulag milli Landssambands eldri borgara ( LEB) og þáverandi ríkisstjórnar um kjaramál aldraðra og vistunarmál þeirra. Það mátti að vísu ekki kalla þetta samkomulag,heldur var það kallað yfirlýsing. Þar var gert ráð fyrir nokkurri hækkun á lífeyri aldraðra, minni skerðingum og aðgerðum í hjúkrunar-ig vistunarmálum aldraðra. Mér þótti samkomulag þetta eða yfirlýsing slakt nema í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra. Sá kafli var góður. En eftir að yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar var birt 5.desember sl.,sem nú hefur verið lögfest, virðist samkomulagið frá 2006 vera dágott eða a.m.k mun drýgra en yfirlýsingin frá desember 2007. Ástæðan er sú,að það er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til aldraðra frá almannatryggingum í yfirlýsingunni 2007 en það voru slíkar kjarabætur í yfirlýsingunni frá 2006 þó þær væru ekki mjög miklar.Aldrei hefði hvarflað að mér,að útkoman yrði verri fyrir aldraða, ef Samfylkingin kæmi í ríkisstjórnina í stað Framsóknar en enn sem komið er virðist það svo.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.