Miðvikudagur, 19. mars 2008
Íraksstríðið 5 ára
Í dag eru liðin fimm ár síðan herför undir forustu Bandaríkjamanna til Íraks var hafin. Friðarsinnar ætla að efna til fjölda samkoma víða í heiminum af þessu tilefni, og George W. Bush Bandaríkjaforseti mun flytja ávarp í varnarmálaráðuneytinu í tilefni dagsins.
Þessi styrjöld er brot á alþjóðalögum.Hún var ekki samþykkt af Öryggisráði Sþ. Og ráðist var í hana á fölskum firsendum. Sagt var,að Saddam Hussein hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða og því yrði að ráðast inn í landið og uppræta þau. En það var fyrirsláttur. Það voru engin gereyðingarvopn í Írak. Þá var röksemdum breytt og sagt,að það hefði þurft að koma Hussein frá völdum.En ríki heims geta ekki gert innrás í önnur ríki vegna þess að þeim líkar ekki við stjórnandann.
Íslenskir ráðamenn gleyptu röksemdir Bandaríkjamanna hráar. Þeir Davíð og Halldór ákváðu upp á sitt eindæmi að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þeir báru málið ekki undir utanríkismálanefnd
alþingis né ríkisstjórn. Með því brutu þeir reglur og lög.Þeir voru ekki látnir sæta ábyrgð af þessu athæfi sínu en hrökkluðust báðir frá völdum.
Björgvin Guðmundsson
Fimm ár frá byrjun stríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.