Miðvikudagur, 19. mars 2008
Ungir Framsóknarmenn vilja þjóðaratkvæði um ESB
Samband ungra framsóknarmanna telur að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja vinnu við samningsmarkmið með aðild að Evrópusambandinu í huga. Telur sambandið að kjósa eigi um það samhliða forsetakosningum í sumar hvort hefja eigi aðildarviðræður eður ei.
Þetta er mjög athyglisvert sjónarmið hjá SUF.Formaður Framsóknar er harður andstæðingur ESB aðildar og það sama má segja um marga forustumenn Framsóknar. Valgerður Sverrisdóttir,varaformaður flokksins er fylgjandi aðild að ESB. Ljóst er,að Framsókn er klofin í málinu. Sama má líklega segja um Sjálfstæðisflokkinn. Aðild að ESB eykst hratt fylgi innan stjórnmálaflokkanna og sennilegast er skynsamlegast að leggja málið undir þjóðaratkvæði sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki svo galið hjá þeim ungu SUF urum.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.