Verður aðild að ESB kosningamál í næstu kosningum?

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB.. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en  norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni.Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef  Noregur fer úr EFTA  og gengur  í ESB líður EFTA sennilega undir lok.
  Hér  gæti  aðild að ESB orðið kosningamál í næstu kosningum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mikið væri nú gott að hafa evru núna og vera í ESB þar sem menn a.m.k reyna að stunda álvarleg stjórnmál!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Irish banks may need life-support as property prices crash - Telegraph

Hér má lesa um það hversu "vel" Írum gengur með evruna. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Björgvin upplýsir okkur kannski um það hvað gæti valdið því að slíkt kæmist á dagskrá þar í landi eftir næstu kosningar?

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband