Fimmtudagur, 20. mars 2008
Síminn stendur ekki við skilmála
Stjórn Exista ákvað á fundi sínum að leggja fram
valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta, móðurfélag Símans. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Greitt verður með nýjum hlutum í Exista sem verða verðlagðir í samræmi við lokagengi á OMX í gær sem var 10,1 króna á hlut.
Fyrirhugað er að tilboðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er.
Í tilkynningu til kauphallar OMX er kemur fram að ástæða tilboðs Exista er sú að félagið telur ekki vera grundvöll fyrir eðlilega verðmyndun með hlutabréf Skipta á markaði í ljósi niðurstöðu nýafstaðins hlutafjárútboðs og þeirra óvenjulega erfiðu markaðsaðstæðna sem nú ríkja.
Stefnt er að því að kanna skráningu félagsins á ný þegar aukið jafnvægi verður komið á fjármálamörkuðum.
Exista og dótturfélög þess eiga þegar 43,68% hlutafjár í Skiptum og gerir
Exista tilboð í alla útistandandi hluti félagsins. Verði tilboðið samþykkt mun stjórn Exista nýta heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í Exista. .
Tilboðið er háð skilyrði um samþykki samkeppnisyfirvalda að því marki sem það kann að vera áskilið lögum samkvæmt.
Skipti voru skráð í Kauphöll OMX á Íslandi í kjölfar hlutafjárútboðs.
Útboðið og skráning félagsins á hlutabréfamarkað var í samræmi við ákvæði kaupsamnings sem upphaflega var gerður við sölu ríkisins á 98,8% hlut í Landssíma Íslands hf. árið 2005.
Í útboðinu, sem stóð frá 10. til 13. mars 2008, var almenningi og öðrum fjárfestum boðið að kaupa 30% hlutafjár félagsins. Einungis seldust um 7,5% hlutafjár í félaginu.
Það er að sjálfsögðu alls ekki nóg að hafa hlutabréf í Skiptum til sölu í 3 daga. Það hefði þurft að vera mikið lengri tími og auglýsa hefði þurft vel,að almenningi stæði til boða að kaupa bréf. En ljóst er að útboðið í 3 daga var aðeins til málamynda. Ætlunin var að taka félagið af markaði. Þó sagt sé nú að félagið verði sett á markað aftur síðar er ekkert að treysta á það. Mér virðust ,að Síminn muni ekki standa við þá skilmála rikisins,að almenningur fái að verulegan hluta í félaginu.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Exista vill yfirtaka Skipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lýður Guðmundsson Bakkavara bróðir er stjórnaformaður beggja félaga!!!
Johnny Bravo, 23.3.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.