Gengishrunið kemur sér illa fyrir efnahagslífið og heimilin

Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af.

Krónan hefur fallið hratt undanfarnar vikur og bara frá því á mánudaginn hefur hún fallið um rúm níu prósent. Fyrir rétt rúmum sex mánuðum stóð evran í 88 krónum en er nú 122 krónur. Hefur krónan ekki verið veikari frá því fallið var frá fastgengisstefnunni í mars 2001.

Greiningardeildir bankanna hafa spáð vaxandi verðbólgu vegna þessa og þá er fyrirsjáanlegt að skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækki verulega. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri  sagði  ljóst að krónan hefði fallið mun hraðar en menn gerðu upphaflega ráð fyrir.

Því er nú spáð að verðbólgan geti farið í 8-10% á næstunni.Það er ljóst,að gangi það eftir mun verkalýðshreyfingin krefjast endurskoðunar kjarasamninga,þar eð verðbólgan verður þá búin að éta upp alla kjarabótina. Endurskoða má kjarasamninga í byrjun næsta ár.Enn bólar ekkert á því,að ríkisstjórnin ætli sð gera neitt til þess að draga úr áhrifum gengislækkunarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband