Ríkisstarfsmenn vilja ekki semja til langs tíma

Menn hljóta að velta fyrir sér hvað eigi að semja til langs tíma í svona ástandi. Við erum ekki tilbúin til að gefa upp boltann með að fara sömu leið og ASÍ-félögin af því að það virðist allt meira og minna vera að gefa sig,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en stéttarfélagið er að hefja viðræður við ríkið um gerð nýs kjarasamnings. Núverandi samningur rennur út í lok apríl.

BSRB-félögin eru búin að gera viðræðuáætlun og samkvæmt henni áttu viðræður að hefjast fyrir páska. Hann sagði að gengisfellingin og versnandi verðbólguhorfur auðvelduðu ekki kjaraviðræðurnar. Menn beggja vegna borðsins væru að reyna að átta sig á stöðunni.

Samkvæmt þessu er nokkuð ljós,að  ríkisstarfsmenn munu ekki gera eins langa samninga og ASÍ.Ríkisstarfsmenn óttast ástandið,gengishrun og verðbólgu og vita,að kjarabætur,sem samið verður um gufa upp um leið í verðbólgunni.Þeir vilja því aðeins  skammtímasamninga.

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Ekki tilbúin að fylgja ASÍ og semja til langs tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband