Föstudagur, 21. mars 2008
Miklar uppsagnir bankamanna
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja segja það áhyggjuefni hversu margir starfslokasamningar hafa verið gerðir við bankastarfsmenn það sem af er árinu auk þess sem mörgum hafi verið sagt upp. Anna Karen Hauksdóttir, varaformaður stéttarfélagsins, segir að um sé að ræða bankastarfsmenn á öllum aldri og í öllum geirum.
Auðvitað er það mikið áfall að missa vinnuna. Þetta hefur hins vegar alls staðar verið gert í samvinnu við stéttarfélagið, segir Anna.
Már Másson, upplýsingafulltrúi hjá Glitni, segir að menn hafi talið mikilvægt að sýna aðhald í rekstri. Bankinn hefur sagt upp starfsmönnum í Noregi, Danmörku og á Íslandi auk þess sem ekki hefur verið gengið frá fastráðningum og ekki ráðið í störf sem losnuðu í einhverjum tilvikum. Hins vegar hefur ekki komið til hópuppsagna.
Eðlilegt er að bankarnir fækki starfsfólki,.þegar erfiðleikar steðja að í rekstrinum. Væntanlega reyna bankarnir þó að halda uppsögnum í lágmarki og skera niður annan kostnað í staðinn.
Björgvin Guðmundsson
.
Bankamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.