Laugardagur, 22. mars 2008
ESB: Sjálfstæðisflokkurinn hreyfist
Guðmundur Magnússson bloggar m.a. á þessa leið:
Ég sat í svokallaðri Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins 1988-1989. Nefndin, sem Davíð Oddsson stýrði, gerði það að tillögu sinni að sótt yrði um aðild að Evrópubandalaginu (eins og ESB hét þá) og látið reyna á það í viðræðum hvort ásættanlegur grundvöllur fengist fyrir aðild. Viðurkenna ber að þetta var að ýmsu leyti sérkennileg leið. Davíð og fleiri töldu að hún væri ekki lengur á borðinu eftir að EES-samningurinn var gerður 1992. Sá samningur var talinn fullnægja öllum þörfum Íslendinga í samskiptum við ESB og aðildarríki þess.
Í dag er mikill ágreininingur um það hvort EES samningurinn sé fullnægjandi eða ekki. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að ganga skrefi lengra með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin segir að aðild sé ekki á dagskrá á kjörtímabilinu". Þetta útilokar þó ekki að útbúinn sé hlutlaus vegvísir um það hvernig standa eigi að málum og kveða upp úr um hvaða leiðir eigi að fara. Mér finnst hugmynd Björns Bjarnasonar um þetta skynsamleg.
Mörgum mun þykja það mikil tíðindi,að Davíð Oddsson hafi viljað ganga í ESB 1988-89. Ég hafði heyrt þetta og það fylgdi sögunni,að hann hafi snúist gegn ESB eftir að hann talaði við LÍÚ.Hvað sem því líður er hugmynd Björn Bjarnasonar góð
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.