"Pólitískt og efnahagslegt óveður framundan"

Það er pólitískt og efnahagslegt óveður framundan á Íslandi að öllu óbreyttu og ef mikil gengislækkun krónunnar gengur ekki til baka að einhverju leyti. Þannig byrjar Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag.Blaðið leggur út af því,að gengishrun krónunnar muni hafa mikla kjaraskerðingu í för  með sér.Kjarabæturnar,sem samið var um rjúki út i veður og vind og fólk sem sé með erlend lán á íbúðum sínum fari mjög illa út úr því.Hið sama sé að segja um þá,sem keypt hafi bíla á erlendum lánum.Mbl. segir,að sumir kaupmenn og framleiðendur muni velta erlendum hækkunum út í verðlagið en ekki verði unnt að gera það að öllu leyti og því muni koma til uppsagna starfsfólks. Gengishrunið geti því leitt til atvinnuleysis á næstu mánuðum.Búist er við að bankarnir muni segja upp 15% starsfólks  síns. Mbl. telur,að verkalýðsfélögin geti ekki reiknað með að ríkið bæti verkalýðsfélögunum kjaraskerðinguna.Morgunblaðið er fremur svartsýnt í Reykjavíkurbréfi en segir,að það sé betra að vera svartsýnn en  of bjartsýnn.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband