Hörð gagnrýni á Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf., gerir alvarlegar athugasemdir við starfshætti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í viðtali í Morgunblaðinu í dag og nefnir nokkur dæmi um verkefni sem stofnunin hafi hlaupið frá í miðjum klíðum. Telur hann jafnframt að öðrum sé ekki fylgt nægilega vel eftir og sitji heimamenn þá eftir með óleystan vanda.

Hann segir að starfsemi ÞSSÍ hafi lítið breyst frá stofnun hennar 1982. Íslendingar fáist einkum við smá og auðveld verkefni sem hafi lítil áhrif í samfélaginu. Segir hann að Íslendingar komi jafnvel á fót stofnunum sem verði byrði á þegnum þeirra ríkja sem aðstoðina þiggja.

Stefán hefur lagt fram ítarlegar tillögur um breytingar á ÞSSÍ. Hann leggur m.a. til að stofnaður verði sérstakur þróunarlánasjóður með þátttöku opinberra aðila og einkafyrirtækja. Telur hann að með slíkum sjóði væri hægt að efla mjög gagnkvæma samvinnu Íslands við þróunarríkin. „Á þann hátt getum við orðið meðbræðrum okkar og -systrum í þróunarlöndunum að mestu liði,“ segir Stefán

Það er mjög sjaldgæft að fram komi jafn hörð gagnrýni á opnibera stofnun og gerist með grein Stefáns.Það rifjast upp,að Valgerður Sverrisdóttir vildi sem utanríkisráðherra fella ÞSSÍ undir ráðuneytið en ÞSSÍ er í dag sjálfstæð stofnun.Ekki varð af þeirri breytingu vegna harðrar andst0ðu foirstjórans,Sighvats Björgvinssonar.-Stefán Þórarinsson er Framsóknarmaður.

 

Björgvin Guðmundsson 

www.gudmundsson.net


mbl.is Þróunarsamvinna í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband