Mánudagur, 24. mars 2008
Er stór bankasamruni í undirbúningi?
Margar sögusagnir ganga nú fjöllunum hærra í fjármálalífinu. Mörgum þykir vaxtahækkun líklegur kostur, aðrir telja sennilegt að tilkynnt verði um stóran bankasamruna á þriðjudaginn annað hvort sameinist Landsbankinn og Glitnir eða Landsbankinn og Straumur
Íslenski fjármálaheimurinn er enn á milli tanna erlendra fjölmiðla nú um helgina. Í breska dagblaðinu Sunday Telegraph segir að íslenska ríkisstjórnin rói nú lífróður til að hindra algjört hrun íslenska efnahagslífsins. .
Farið var mildari höndum um landið í bandaríska blaðinu Wall Street Journal í gær. Þar kom fram að íslensku bankarnir stæðu traustari fótum en margan grunaði, þeim stafaði lítil hætta af undirmálslánum og hver þeirra væri með um 10% eiginfjárhlutfall. Þá byggjust margir við að Seðlabankinn hækkaði vexti til að ná tökum á verðbólgu og styrkja tiltrú fjárfesta.
Margar sögusagnir ganga um að Seðlabankinnl hækki vexti strax eftir páska.
Aðrir telja sennilegt að tilkynnt verði um stóran bankasamruna á þriðjudaginn; annað hvort sameinist Landsbankinn og Glitnir eða Landsbankinn og Straumur. Loks telja margir að eigendur FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson fremstan í flokki, afskrái félagið .
Ekki er talið að ríkisstjórnin geri neitt í efnahagsmálunum fyrst um sinn. Væri þó að mínu mati full ástæða til þess að hún lækkaði skatt af bensíni og matvælum til þess að koma til móts við almenning.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað verður um hlutafjáraukninguna í FL group sem byggðist á eignum Landic m.a. sem þegar er tapað fé?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.