Fyrsta utanlandsferðin

Fyrsta utanlandsferð mín var söguleg,a.m.k. upphaf hennar.Ég var á leið til Danmerkur.Ég var blaðamaður á Alþýðublaðinu og Hannibal Valdimarsson var ritstjóri og formaður Alþýðuflokksins. Hann bauð mér að fara á námskeið í Hróarskeldu,sem haldið var  af dönskum jafnaðarmönnum.Ég þáði það með þökkum enda aldrei farið til útlanda áður. Þetta var 1954. Flugvélin átti að fara frá Reykjavíkurflugvelli. Þegar ég kom út á flugvöll sagði afgreiðslumaðurinn að flugvélin væri komin út á brautarenda og ætlaði að fara að taka sig til flugs. Fluginu hefði verið flýtt um 1 tíma en ekki náðst í mig þar eð ég hafði ekki síma.Hringt var í flugstjórann og spurt hvort ég kæmist með. Hann samþykkti það og var þá keyrt með mig í loftköstum út á brautarenda flugvallarins og ég settur um borð. Þannig byrjaði fyrsta flugferðin mín til útlanda. Síðan gekk allt vel.Ég fór fyrst til Kaupmannahafnar og síðan til Roskilde. Námskeiðið var skemmtilegt,mikið sungið og
Daniir skemmtilegir. Kaupmannahöfn var skoðuð og farið á Scala,þar sem var dansað. Þessi fyrsta utanlandsferð mín var hreinasta ævintýri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband