Ísland verður að taka tillit til Mannréttindanefndar Sþ.

Ragnar Aaðalsteinsson hrl. segir,að ef Ísland taki ekki tillit til úrskurðar Mannréttindanefndar Sþ. verði  Ísland úthrópað á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru nú forgangsmál hjá íslenska utanríkisráðuneytinu.Ísland sækist  eftir sæti í Öryggisráði Sþ. og leitar stuðnings hjá mörgum ríkjum, sem búa við skert mannréttindi. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi. Ísland getur   því ekki hundsað  Mannréttindanefnd Sþ. Ísland verður að taka tillit til úrskurðar mannaréttindanefndarinnar með því að breyta kvótakerfinu þannig að það byggist á sanngirni  og allir borgarar landsins sitji við sama  borð. 

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Að mínu mati þarf að leiðrétta þann misskilning stjórnvalda að mannréttindavitund sé sterk hér á landi. Það þarf að uppfræða Íslendinga um mannréttindi svo þeir kunni að berjast fyrir þeim. Á meðan þjóðin er fáfráð í þessum efnum finna stjórnvöld ekki fyrir neinum þrýstingi til að virða mannréttindi.

Í dag eru 80 dagar eftir af frestinum sem mannréttindanefndin gaf stjórnvöldum til að bregðast við. Höldum þeim við efnið.

Aðalheiður Ámundadóttir, 24.3.2008 kl. 13:03

2 identicon

En hvernig á að vera hægt að fara að því. Fyrir nokkrum árum hafði Samfylkingin ágæta stefnu í kvótamálum, sem kölluð var fyrningarleið. Hinnsvegar afmáði núverandi formaður þessa stefnu út án nokkurrar umræðu í flokknum. Það heita ekki samræðu stjórnmál. Nú er þessi formaður síðast þegar ég vissi að spóka sig um með arabaslæðu í Afganistan og skoða herinn okkar þar og í ofanálag komin í stjórn með sjálfum Sjálfstæðisflokknum og ætlar ekkert að gera í þessu mesta óréttlæti Íslandssögunar. Ætli fari ekki eins fyrir öllum hinum velferðar kosningaloforðunum hennar. Er hægt annað en gefa frat í svona formenn og svona flokk Björgvin, ég bara spyr. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband