Þungt í eldri borgurum

Ég átti tal við einn þeirra eldri borgara,sem stóðu fyrir framboði aldraðra fyrir síðustu kosningar en ekkert varð úr framboðinu.Það var þungt í þessum eldri borgara. Hann sagði,að stjórnarflokkarnir hefðu beitt  blekkingum fyrir kosningarnar.Þeir hefðu talað fallega um að þeir ætluðu að stórbæta kjör eldri borgara en  ekki væri að sjá að þeir hefðu meint neitt með því.Um tíma var mikil hreyfing meðal eldri borgara um sjálfsætt framboð og skoðanakönnun Gallups sýndi,að slíkt framboð mundi fá  20% atkvæða.En mikil kosningaloforð stjórnarflokkanna urðu til þess að eldri borgarar heldu tryggð við sína flokka.En nú ólgar á ný í eldri borgurum. Þeir telja sig svikna. Stjórnin hefur verið 10 manuði við völd en  lífeyrir eldri borgara hefur ekki enn verið hækkaður um eina krónu,nema hjá þeim,sem eru orðnir  70 ára og eru  á vinnumarkaði. Það hafa engar almennar ráðstafanir verið gerðar,sem gagnast öllum eldri borgurum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þeim sjónarmiðum sem þarna koma fram.

Ríkisstjórnin hefur því miður margsinnis lofað upp í ermina á sér og meira að segja margsvikið sum kosningaloforðin.

Fyrir nokkrum áratugum var ríkisstjórn sem gjarnan vildi byggja upp fyrir eldri borgarana og bæta þeim það misrétti sem þeir höfðu þurft að taka á sig. Stofnaður var Framkvæmdasjóður aldraðra og er skattheimtan enn innheimt þó svo að þetta mikla fé nýtist ekki nánadar nærri allt í þágu þeirra eldri. Nú má hver og einn skattgreiðandi borga ríflega 7 þúsund krónur í ár. Það eru hátt í tveir milljarðar miðað við að skattgreiðendur séu einhvers staðar á bilinu 200 - 250 þúsund! Megnið af þessu mikla fé rennur beint í ríkissjóð og landsgreifarnir munu monta sig sí og æ fyrir hversu þeir sýna þjóðinni mikla forsjálni í fjármálum! Minna svona vinnubrögð ekki á vissa vafasama stjórnmálastefnu á 4ða áratug síðustu aldar?

Skattgreiðendur vilja gjarnan halda áfram að greiða þetta gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og láta þá sem eldri eru njóta. Allir eldast nema auðvitað þeir sem deyja ungir. En hvað ber okkur að gera? Eigum við að klaga þessa lögleysu til lögreglunnar eins og um hvers konar þjófnað sé að ræða? Sennilega yrði ekki mikið mark tekið á slíkri kæru þó svo að árlegur þjófnaður nemi mörgum hundruðum milljónum.

En við kjósendur þurfum allir sem einn að losa okkur hið snarasta við gullfiskaminnið og muna rækilega við næstu kosningar eftir öllum sviknu loforðunum, þjófnaðinum mikla og mistökunum sem ríkisstjórnin hefur gert í nafni okkar allra og án þess að spyrja.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband