Er að myndast Mafía hér?

Lögreglan hefur staðfest að um skipulagða árás var að ræða þegar sjö slösuðust í árás tíu til tólf manna hóps inni á heimili í Breiðholtinu á laugardag. Liggur einn enn alvarlega slasaður, m.a. með slæma áverka á höfði og samanfallið lunga. Voru árásarmennirnir m.a. vopnaðir járnstöngum, slaghömrum, sleggju og exi. Virðist sem árásarmennirnir hafi verið að innheimta verndartoll.

Fjórir menn eru í haldi lögreglu, allir Pólverjar, og eru þeir sem urðu fyrir árásinni einnig pólskir. Lögreglan leitar enn sex til átta manna sem tóku þátt í árásinni.

Nágrannar gerðu lögreglu viðvart um árásina, og voru árásarmenn horfnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Vitni höfðu náð bílnúmeri annarrar tveggja bifreiða sem notaðar voru í árásinni, og sat lögreglan fyrir brotamönnunum á Reykjanesbraut, á Strandarheiði

Við rannsókn hefur komið fram,að árásarmennirnir ætluðu að innheimtA gjald eða skatt af Pólverjunum,sem, búa í Breiðholtinu og urðu fyrir árásinni. Þá er þetta svipað og aðfarir Mafíunnar í Bandaríkjunum.Það er  óhuganlegt,að þetta skuli geta gerst hér.Það þarf að taka mjög strangt á þessu.Lögreglan verður að beita hörku gagnvart þessum óþjóðalýð og væntanlega fá árásarmennirnir makleg málagjöld.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Innheimtu verndartoll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona karla á að reka heim til föðurhúsanna eftir að þeir hafa verið dæmdir og láta þá helst sitja af sér dóminn í Póllandi. Ætli möguleiki til afplánun refsivistar hér sé ekki allt of næg fyrir svona mikla viðbót.

Svo einkennilegt sem það hljómar að skv. hagfræðinni auka þessir þokkapiltar hagvöxtinn!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.3.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband