Miðvikudagur, 26. mars 2008
Bankarnir bruðla í launagreiðslum
Það er nú komið í ljós,að staða íslensku bankanna er ekki eins sterk og almennt var talið. Mikil skuldsetning bankanna erlendis og erfiðleikar við endurfjármögnun veldur mestu um erfiðleika þeirra. Hátt skuldatryggingarálag og hærra en hjá öðrum bönkum í V-Evrópu er til marks um erfiðleika bankanna.
Bankarnir verða að skera niður kostnað og gera reksturinn hagkvæmari. Eitt af því,sem hlýtur að koma til skoðunar í því sambandi eru ofurlaunin,sem bankarnir greiða. Þau þarf að skera niður. Bankarnir greiddu 112 milljarða í laun á sl. ári.Starfsmenn voru 8222 og hafði fjölgað um 1858. Meðalmánaðarlaun í Landsbankanum voru 1190.000 kr.Í Kaupþingi voru meðallaun á mánuði 1166.000 kr. og í Glitni 1034.000 kr. Þetta er algerlega úr takt við aðrar launagreiðslur í þjóðfélaginu og ótækt,að bankarnir bruðli svo með fé eins raun er á. Það er ekkert sem mælir með því,að laun bankamanna séu mikið hærri en annarra sérmenntaðra launþega.Þó bankarnir hafi haft tímabundinn gróða vegna útrásar en komið í ljós,að sá gróði er fallvaltur og getur horfið eins og dögg fyrir sólu.Ef öll fyrirtæki í landinu færu að greiða laun til starfsmanna eftir afkomu þá yrðu launin víða skrítin.Bankanir verða að koma sér inn í raunveruleikanna aftur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.