Miðvikudagur, 26. mars 2008
Mikill launamunur karla og kvenna
Regluleg laun hér á landi tvöfölduðust á árabilinu 1998 til 2006 samkvæmt nýjum töflum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. Regluleg laun voru að meðaltali 150 þúsund krónur árið 1998 en árið 2006 voru þau 297 þúsund.
Þegar horft er til karla og kvenna reyndust launin 167 þúsund hjá körlum og 116 þúsund hjá konum árið 1998 en voru komin upp í 321 þúsund hjá körlum og 248 þúsund hjá konum fyrir tveimur árum. Með reglulegum launum er á átt við laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.
Þegar horft er til heildarlauna, sem eru öll laun einstaklingsins, þar með talin orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur og fleira, kemur í ljós að fólk fékk að meðaltali 192 þúsund krónur árið 1998 en 383 þúsund átta árum síðar.
Þessar tölur undirstrika mikinn launamun karla og kvenna. Karlar hafa til jafnaðar 321 þús á mánuði en konur 248 þús. á mánuði.Þetta er óeðlilega mikill launamunur,þar eð reikna má með að að flestum tilvikum sé um sambærilega störf að ræða.Á 8 árum hefur krónutala launa hækkað mikið en krónutalan segir að vísu ekkert um kaupmáttinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt könnun, sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði fyrir Akureyrarbæ, er ekki marktækur kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum bæjarins, þegar tekið hefur verið tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma.
Sjá nánar http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadNews&ID=327
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.