Björgvin G.Sigurðsson bregst við verðhækkunum

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra boðar samræmd viðbrögð stjórnvalda, Alþýðusambandsins og Neytendasamtakanna vegna verðhækkana verslana og segir að endurskoðun tolla og vörugjalda verði hraðað.

Forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja hafa boðað miklar verðhækkanir eftir gengisfall krónunnar undanfarið. Björgvin G Sigurðsson segir þær mikið áhyggjuefni en hafa blasað við lengi vegna verðhækkana erlendis og gengisfalls krónunnar. Hann minnir hins vegar á loforð ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tolla og vörugjalda sem gefið var í tengslum við kjarasamninga.

Það gætu verið heppileg viðbrögð við verðhækkunum og myndu skipta verulegu máli. Því verður hraðað sem kostur er en líklega þarf að breyta bæði lögum og reglugerðum, bætir hann við.

Ég fagna frumkvæði viðskiptaráðherra og hvet hann til þess að hraða aðgerðum sem allra mest.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

oh...ég vona að þetta sé satt?..OG EITTHVAÐ KOMI HEIMILUNUM TIL GÓÐA?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband