Mjólkin hækkar í 100 kr. líterinn

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um tæp fimmtán prósent um mánaðamótin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá verðlagsnefnd búvara. Þar segir að gera megi ráð fyrir að mjókurlítrinn kosti um 100 krónur út úr búð. Ástæður verðhækkunarinnar eru þær að verð á áburði og kjarnfóðri hefur hækkað - auk þess sem ýmsir fleiri rekstrarþættir kúabús hafa hækkað í verði.

Verðlagnefnd búvara ákvað í gær að hækka greiðslur til mjólkurframleiðenda. Þórólfur Sveinsson, formaður Landsambands kúabænda, segir kostnað kúabænda hafa aukist mjög, hærri greiðslur vegi upp á móti þeim kostnaði sem nú þegar hefur mælst.

Hér er um mikla hækkun að ræða á einni mestu nauðsynjavöru okkar. Barnamargar fjölskyldur,sem nota mikla mjólk,munu finna vel fyrir þessari hækkun.En þetta er aðeins hluti af verðhækkunarhrinunni. Aðrar búvörur munu hækka og allar innfluttar matvörur.Verðbólgan æðir áfram og kjarasamningar eru í uppnámi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

 

Eitt af því fyrsta sem rétt er að spyrja um: er unnt að hagræða í landbúnaði?

Er skynsamlegt að hefja rekstur stærsta kúabús landsins austur í Mýrum skammt vestan við Hornafjörð sem er nálægt 430 km frá aðalmarkaðssvæðinu? Hvers vegna eru stærstu framleiðslueiningarnar svo fjarri? Þegar lítrinn á dísilolíunni er komin í meira en 150 þá er áleitin sú spurning hvaða rök eru að baki? Aðflutningar hljóta að vera mjög dýrir, áburður, girðingarefni, fóðurbætir og flutningur á afurðum aftur á markað. Flutningabílarnir aka aðeins með fullan farm aðra leiðina sökum þess hve mjólkin er sérhæft vara í flutningi.

Gott væri að fá rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun að setja niður þetta stóra kúabúa einmitt þarna. Nú er til einhver jöfnunarsjóður í Landbúnaðarráðuneytinu sem á að nýta til að greiða niður flutninga. Af hverju má ekki nýta hann til að greiða bændum beint án tillits til þess hvar á landinu þeir eru?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 27.3.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband