Mánudagur, 31. mars 2008
Tekur rikið lán vegna íslensku bankanna?
Ríkissjóður gæti þurft að taka umtalsverð lán til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, í þeim tilgangi að hrinda því áhlaupi sem spákaupmenn gera nú á íslensku krónuna, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. Kom þetta fram í ræðu hennar á fundi flokksstjórnar í gær.
Hún sagði að einnig gæti komið til frekari hækkunar stýrivaxta Seðlabankans, í sama tilgangi. Á málstofu um efnahagsmál voru hagfræðingar sammála um að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að verja íslenska bankakerfið.
Friðrik Már Baldursson prófessor sagði að ef einn íslensku bankanna lenti í vandræðum með að greiða afborganir af erlendum lánum sínum myndu allir lenda í vandræðum. Hann sagði að vegna þess vaxtaálags sem nú er á lánum ríkissjóðs myndi það kosta 20 milljarða króna á ári ef ríkissjóður tæki 400 til 500 milljarða kr. lán til að auka við gjaldeyrisforðann. Eðlilegt væri að bankarnir myndu greiða þann kostnað
Þessi tillaga Ingibjargar Sólrúnar er mjög róttæk. Geir Haarde talaði á svipuðum nótum á ársfundi Seðlabankans.Það er rétt hjá Friðrik Má,að ef til slíkrar lántöku kemur,ættu bankarnir að greiða lántökukostnaðinn,þar eð lánið væri þá tekið í þeirra þágu fyrst og fremst. Mönnum fer nú kannski að verða það ljóst,að það var algert óráð að einkavæða alla ríkisbankana. Það hefði átt að halda 1-2 bönkum í eign ríkisins.
Björgvin Guðmundsson
Ríkissjóður taki lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.