Mánudagur, 31. mars 2008
Það gustar um Ingibjörgu Sólrúnu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur verið mjög athafnasöm í starfi frá því hún tók við embætti utanríkisráðherra. Hún hefur ferðast víða m.a. til Ísrael og Afganistan og margra fleiri landa,þar eð hún hefur viljað kynna sér málin frá fyrstu hendi.Þetta er mjög virðingarvert.Ingibjörg Sólrún hefur sýnt mikinn dugnað í þessum ferðalögum öllum,þar eð þau geta verið mjög erfið og þreytandi.Ekki hafa allir verið sáttir við þessi ferðalög Ingibjargar. Hún hefur sætt gagnrýni fyrir þau en þannig hefur það alltaf verið Gylfi Þ.Gíslason sætti gagnrýni,þegar hann sem viðskiptaráðherra þurfti að sækja marga fundi hjá OEEC og EFTA og eins var með Halldór Ásgrímsson,þegar hann var utanríkisráðherra og sótti marga fundi erlendis
Ég vona aðeins,að Ingibjörg Sólrún verði eins dugleg í baráttu fyrir helstu málum Samfylkingarinnar svo sem auknum jöfnuði í samfélaginu og bættum kjörum aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.