Ólöglegt að hvetja til verðhækkana

„Hagsmunaaðilar á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri umfjöllun um verðhækkanir. Í slíkri umfjöllun kunna að felast brot á samkeppnislögum.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en að undanförnu hafa m.a. forsvarsmenn Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fjallað opinberlega um nauðsyn verðhækkana.

M.a. mun Páll hér hafa í huga yfirlýsingu  Andrésar Magnússonar um að verð mundi hækka um 20-30% á innfluttum vörum. Slíkar yfirlýsingar geta hvatt til verðhækkana og  eru þá ekki löglegar. Ég agna því,að forstjóri Samkeppniseftirlitsins taki þessi mál föstum tökum.ÓlöÓ

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Krefst upplýsinga frá FÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ef forstjóri Samkeppniseftirlitsins gætir jafræðis hlýtur Finnur Árnason að vera búinn að fá svona bréf. Hann kom fram í fjölmiðlum dag eftir dag fyrir stuttu og boðaði verðhækkanir. Hann er jú forstjóri stærsta fyrir tækis landsins á matvælamarkaði...

Erna Bjarnadóttir, 1.4.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband