Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Launamunur kynjanna meiri hér en í Evrópu! Lítið gerist hér
Nýleg könnun Evrópusambands launamanna (ETUC) sýnir að munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf er að meðaltali 15% í Evrópu. Munur á launum kynjanna hér á landi er 18% samkvæmt launakönnun VR frá 2007 eða 3% meiri en meðaltalið í álfunni.
Í sömu könnun ETUC kemur í ljós að aðild kvenna að stéttarfélögum fer vaxandi en að þær eru enn lítt sýnilegar í forystusveit verkalýðsfélaga í Evrópu.
Samkvæmt þessu virðist baráttan fyrir launajafnrétti hér bera lítinn árangur.Enda er tekið á þessum málum hér með vettlingatökum. Það er talað fallega um launajafnrétti.En í reynd gerist lítið. Það á að skylda fyrirtækin til þess að birta tölur um laun karla og kvenna og sekta þau fyrirtæki sem brjóta lög um launajafnrétti.
Björgvin Guðmundsson
Launamunur kynjanna 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.10.2010 kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Þetta væri kannski marktækara ef það væri spurt um hver föst mánaðarlaun væru en ekki um heildarlaun í febrúar.
Bjarki Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:29
Skýringar á þessu má til dæmis leita í því að íslenskir karlmenn vinna svo mikla launaða yfirvinnu, sem ekki þekkist annarstaðar í Evrópu.
Baldur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.