Lýsa áhyggjum af niðurskurði á Landspitala.Kemur illa við sjúklinga

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Landspítala hafa miklar áhyggjur af niðurskurði á starfsemi spítalans sem kemur illa við bæði sjúklinga og starfsmenn, að því er fram kemur í áskorun frá þeim til heilbrigðisyfirvalda.

„Landspítalinn hefur um árabil glímt við mikinn fjárhagsvanda og hafa allir starfsmenn hans lagt sitt af mörkum til að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri hans. Ástandið er nú orðið þannig að mörgum starfsmönnum þykir nóg komið. Þeir telja að sparnaðaraðgerðirnar séu farnar að vega að þjónustu spítalans við landsmenn og stöðu hans sem háskólasjúkrahúss.

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Landspítala hafa miklar áhyggjur af niðurskurði á starfsemi spítalans sem kemur illa við bæði sjúklinga og starfsmenn. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar starfa við endurhæfingu sjúklinga á öllum deildum spítalans, allt frá gjörgæsludeild til göngudeilda. Þeir eiga í þverfaglegu samstarfi við aðrar starfsstéttir spítalans svo að sjúklingar geti fengið bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Með því móti er unnt að stytta legutíma á bráðadeildum og halda áfram endurhæfingu, t.d. á Grensásdeild, Landakoti eða utan spítalans. Meginmarkmið þjálfunarinnar er að auka sjálfsbjargargetu einstaklingsins, svo að hann geti lifað eins sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og kostur er.

Erfiðlega hefur gengið að manna allar stöður sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa á Landspítalanum undanfarin ár. Þar er fyrst og fremst um að kenna lélegum launakjörum og miklu vinnuálagi.

Ljóst er,að það hefur verið gengið alltof langt í sparnaði á Landsspítalanum. Öryggi sjúklinga er í hættu.Það fást ekki orðið nógu margir hæfir starfsmenn vegna lélegra launakjara og vinnu

álag  er of mikið.Þeir flokkar,sem hafa stjórnað spitalanum undanfarin  ár halda að unnt sé að reka spítalann eins og verksmiðju. En það er ekki unnt. Það kom vel í ljós,þegar deild Landakots fyrir heilabilaða var boðin út að enginn einkaaðili getur rekið slíka deild fyrir sömu fjárhæð og Landspítalinn.Grund bauð nokkuð hærra í rekstur deildarinnar en  Landspitalinn hafði til ráðstöfunar í rekstur deildaarinnar. Því tilboði var tekið þó það væri  of hátt. Er þetta ef til vill það sem koma skal:Að einkaaðilar reki deildir spítalann fyrir hærra verð en  Landspítalinn.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hafa áhyggjur af niðurskurði á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband