Verkafólk vill verja kjarasamningana

"Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur nýgerðum kjarasamningum stefnt í hættu með verðhækkunum sem dynja á landsmönnum þessa dagana. Verði ekki gripið tafalaust til aðgerða til verndar kaupmætti launafólks áskilur félagið sér rétt til þeirra aðgerða sem nauðsynlega kunna að teljast til að verja árangur kjarasamninga. Ennfremur áréttar félagið að ekki er tímabært að ganga frá kjarasamningum fyrir aðra starfshópa en þegar er samið fyrir.

Þetta er alvarleg ályktun. Samkvæmt henni virðist verkafólk staðráðið í því að verja árangur nýgerðra kjarasamninga og hyggst grípa til nauðsynlegra aðgerða  í því skyni.Ég  styð sjónarmið verkafólks og finnst eðlilegt að það  reyni allar leiðir til þess að verja þær kjarabætur,sem samið hafði verið um .

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ansi hljótt um "kjarabætur" frá verkalýðsfélögum, nema smá yfirlýsing fra AFL sem segir að það verði að reyna að halda í lofaðaar kjarabætur og semja ekki um meiri kjarabætur eða við fleiri fyrr en skýr fjármálasstefna sé komin á aftur. Mér finnst ansi erfitt að skilja svona yfirlýsingar.

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband