Bankarnir þurfa að rifa seglin

Mikið er nú rætt um erfiðleika íslensku bankanna. Þeir eiga erfitt með nýjar stórar erlendar lántökur,þar eð tryggingaálagið,sem þeir verða að sæta er orðið mjög hátt.Íslensku bankarnir  hafa skuldsett sig alltof mikið erlendis.Þeir hafa fjármagnað eigin útrás og útrás íslenskra fyrirtækja með erlendum lánum. Þeir hafa farið óvarlega  í þessu efni og tekið alltof mikil lán erlendis.Þegar erfiðleika gætir á erlendum fjármagnsmarkaði  sitja bankarnir illa í því,þar eð þeir eru orðnir svo háðir erlendu fjármagni.Meðan allt lék í lyndi rökuðu bankarnir að sér gróða og stjórnendurnir létu greipar sópa og tóku stóran skerf í eigin hendur. Þegar á móti blæs geta þeir ekki treyst á það að ríkið komi þeim til bjargar.Stjórnendur Kaupþings og Landsbankans þurfa að fara að dæmi Glitnis og skera niður laun sín myndarlega. Það er fyrsta skrefið. Síðan þurfa allir bankarnir   að skera myndarlega niður  reksturkostnað. Þeir þurfa að sýna aðhald og sparnað í rekstri áður en þeir tala við stjónvöld um aðstoð.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband